Húsnæðisstofnun ríkisins

Fimmtudaginn 07. desember 1995, kl. 15:59:35 (1701)

1995-12-07 15:59:35# 120. lþ. 57.3 fundur 215. mál: #A húsnæðisstofnun ríkisins# (lánstími húsbréfa o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur


[15:59]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að segja hv. þm., Steingrími J. Sigfússyni, að ég hef meiri trú á skynsemi fólks heldur en hann. Fólk er nefnilega mjög skynsamt. Fólk hegðar sér rétt þegar það er búið að átta sig á stöðunni. Núna er það þannig að fólk horfir virkilega á ávöxtunarkröfuna og afföllin. Það er það sem fólk gerir í dag. Þannig að fólk er ekki svona óskynsamt eins og hann heldur. Ég hef mikla trú á fólki. Hins vegar er ég sammála hv. ræðumanni í því að það má laga stöðu leigumarkaðarins og það getur vel verið að það komi út úr þessari nefnd um fjármagnstekjuskatt lausn sem lagar þann vanda.