Skýrsla um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 10:46:02 (1726)

1995-12-08 10:46:02# 120. lþ. 58.91 fundur 130#B skýrsla um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[10:46]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseta er ljóst að það er ekki við hæfi að hann taki þátt í umræðum héðan úr forsetastól og ætlar ekki að gera það, en verður að benda á að það er misskilningur hjá hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur að forseti hafi fallist á eitthvað í þessu tilviki. Það er Alþingi sem ákveður að fara fram á það við hæstv. forsrh. að hann gefi þessa skýrslu. Það er ekki forseti, það er Alþingi. (Gripið fram í: Jú.) Nei, það er ekki forseti, það er lagt fyrir þingið sem greiðir atkvæði um málið.