Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 16:58:40 (1761)

1995-12-08 16:58:40# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[16:58]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Mér er ljúft að upplýsa að það er ekki að beiðni BSRB eða ASÍ sem þessu er háttað svo í fjárlagafrv. Það sem ég sagði áðan og hélt að ég hefði sagt skýrt var að þessi áform voru kynnt fyrir verkalýðshreyfingunni. Varðandi fyrri hluta andsvars hv. þm. þá er nú aldeilis skipt um hlutverk, því nú kemur hann fram, ekki sem vinur litla mannsins, eins og Albert heitinn Guðmundsson var stoltur af að vera. Hann kemur fram sem vinur ríka mannsins. Hann er að verja fjármagnseigendur, þessi gamli sósíalisti. Hann er hér á efri árum í ræðustól bara hneykslaður á því hvað við erum vondir, frændurnir að norðan, við ríka menn.