Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 17:01:20 (1763)

1995-12-08 17:01:20# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[17:01]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Þetta er nú undarleg ,,lógík``, herra forseti. Ég mundi væntanlega segja frá því í ríkisstjórn og segja reyndar frá minni atriðum en því að ég ætlaði að hækka atvinnuleysisbæturnar um 3%. Mér finnst það bara sjálfsagður hlutur og ég tel ekki að ég sé að afhenda ríkisstjórninni, hvað þá fjmrh., félmrn. (SvG: Hérna stendur ,,samþykki``.) Ég geri ráð fyrir því. Að sjálfsögðu mun ríkisstjórin samþykkja tillögu mína. Ég geri ekki tillögur nema ríkisstjórnin samþykki þær því að yfirleitt reyni ég að hafa þær skynsamlegar. (SvG: Yrði þá nafnakall viðhaft?)

Nú hefur hv. þm. setið í ríkisstjórn og það meira að segja fleiri ríkisstjórnum heldur en ég. (SvG: Þar voru engin nafnaköll.) Ég veit ekkert hvernig var háttað með nafnakall í þeim ríkisstjórnum sem hann sat í því að við höfum ekki setið saman. Nafnakall hefur ekki farið fram í þeirri ríkisstjórn sem ég sit í. Ég er reyndar ekki búinn að vera þar marga mánuði. (Gripið fram í.)

Varðandi þetta stagl um fjármagnstekjuskattinn, í frv. er því miður ekki verið að leggja á fjármagnstekjuskatt. Það er verið að beina bótum þangað sem þær eiga að fara.