Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 17:07:32 (1767)

1995-12-08 17:07:32# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[17:07]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Mér skildist að það væri verið að gagnrýna það að rjúfa samhengið á milli launa og atvinnuleysisbóta. Björgin góða fyrir fátækt fólk, sagði hv. síðasti ræðumaður, um félagslega kerfið. Það hefur ekki verið björgin góða fyrir sveitarfélögin sem sitja uppi með auðar félagslegar íbúðir tugum saman. Og félagslegu íbúðirnar hafa ekki í afar mörgum tilfellum orðið það úrræði fyrir tekjulágar fjölskyldur sem þeim var ætlað að vera og þetta vil ég laga.