Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 18:23:52 (1796)

1995-12-08 18:23:52# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[18:23]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi bílalánin hef ég það að segja að ég veit ekki hvenær hv. þm. hefur átt fund með formanni tryggingaráðs. Ég hef átt fund með meiri hlutanum og við höfum komist að samkomulagi um að þetta verði tekið til baka. Og ég býst við því að innan tíðar fái þessi ágæti þingmaður útfærslu um það hvernig það verður.

Hv. þm. sagðist vera hissa á því að heyra það hér að eitthvað ætti sér ekki lagastoð innan almannatryggingakerfisins. Þar hefur tvennt komið til. Ríkisendurskoðun hefur bent á að að bílalánin eiga sér ekki lagastoð og formaður heilbr.- og trn. hefur einmitt lagt það fyrir heilbr.- og trn. að úr því verði bætt. Það hefur líka komið í ljós að endurhæfingarlífeyririnn á sér ekki lagastoð og úr því verður bætt. Það er því ýmislegt úr fortíðinni sem þarf að hyggja að.