Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 18:27:17 (1798)

1995-12-08 18:27:17# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., KÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[18:27]

Kristín Ástgeirsdóttir (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil leyfa mér að spyrja hvaða þýðingu það hefur að halda svona áfram. Hvað á að halda þessari umræðu lengi áfram? Ég hygg að það sé töluvert mikið eftir af 1. umr. um þetta stóra og viðamikla mál og nokkrir þingmenn eigi eftir að taka til máls. Ég minnist þess ekki að það hafi verið venjan að vera svona lengi á fundum á föstudögum. (StG: Hver bað um svona langan fund?) Ja, nú þykir mér týra þegar hv. þm. Stefán Guðmundsson er farinn að kvarta yfir löngum umræðum.

En ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. forseta hvað meiningin er að gera hér og ég vil leggja til að þessari umræðu verði slitið. Mér þykir þetta orðið nógu langt í dag og það er nægur tími í næstu viku til þess að halda áfram umræðunni um þetta mál. Ég vil benda á að það er mikið starf sem liggur fyrir í nefndum og miklar kröfur um að mál verði afgreidd þar. M.a. verður væntanlega vísað til okkar í félmn. og umhvn. því alvarlega máli sem hér er til umfjöllunar um snjóflóðavarnir. Við þurfum tíma til að undirbúa þá umsögn ef okkur á að takast að skila henni af okkur á mánudag. Hér er nóg af verkum að vinna og ég legg til, herra forseti, að það verði farið að slíta þessum fundi.