Fíkniefna- og ofbeldisvandinn

Þriðjudaginn 12. desember 1995, kl. 16:21:20 (1849)

1995-12-12 16:21:20# 120. lþ. 60.91 fundur 135#B fíkniefna og ofbeldisvandinn# (umræður utan dagskrár), GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur


[16:21]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil í lok þessarar umræðu minna á að það er mjög margt í nútímanum sem við tengjum við vaxandi vímuefni, svo sem vaxandi fjölmiðlaneysla og minnkandi tengsl á milli foreldra og barna. Ég er þeirrar skoðunar að oft sé margt oftúlkað í þeim efnum og það sé engin ástæða til að örvænta. Ég hef í þessari umræðu lagt megináherslu á mikilvægi forvarna og fræðslu og mikilvægi manneskjulegra samskipta og á kerfisbreytingar til að minnka bæði framboð og eftirspurn eftir fíkniefnum.

Ég vil að lokum þakka hæstv. ráðherrum fyrir svörin. Það er von mín að þessi umræða verði til þess að Alþingi taki saman við ríkisstjórnina, eða framkvæmdarvaldið og dómskerfið og þeir aðilar taki þessi mál til alvarlegrar athugunar og komi á þeim umbótum sem hér hafa verið ræddar og einnig að þessir aðilar hvetji sveitarstjórnir, skólana og foreldra með til virkrar mótspyrnu gegn þeim vágesti sem vímuefni eru.