Raforkuframleiðsla Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar

Miðvikudaginn 13. desember 1995, kl. 14:33:21 (1865)

1995-12-13 14:33:21# 120. lþ. 63.1 fundur 141. mál: #A raforkuframleiðsla Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., Fyrirspyrjandi ÁMM
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur


[14:33]

Fyrirspyrjandi (Árni M. Mathiesen):

Hæstv. forseti. Fyrirspurn mín til hæstv. iðnrh. er um aukna raforkuframleiðslu Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar hljóðar svo:

Hversu mikið geta orkufyrirtækin Hitaveita Suðurnesja og Landsvirkjun aukið raforkuframleiðslu sína til þess að mæta aukinni orkuþörf vegna stækkunar álversins í Straumsvík án þess að byggja nýtt stórt vatnsaflsorkuver?

Hversu langan tíma tekur að auka raforkuframleiðsluna?

Hver yrði kostnaðurinn á orkueiningu?