Raforkuframleiðsla Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar

Miðvikudaginn 13. desember 1995, kl. 14:38:59 (1868)

1995-12-13 14:38:59# 120. lþ. 63.1 fundur 141. mál: #A raforkuframleiðsla Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., Fyrirspyrjandi ÁMM
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur


[14:38]

Fyrirspyrjandi (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. fyrir skilmerkileg svör svo langt sem þau ná. Ég hef vissan skilning á því að hann geti ekki upplýst um þær viðskiptastærðir sem Landsvirkjun telur af viðskiptaástæðum að þeir þurfi að halda leyndum og vil ekki trufla Landsvirkjun í því efni. En það sem er merkilegt við þetta er það hversu fljótt Hitaveita Suðurnesja getur brugðist við með því að auka sína raforkuframleiðslu. Og ég vona að ég megi treysta því að þegar og ef verður af frekari stóriðju hér á landi þar sem þarf að auka raforkuframleiðsluna, þá fái Hitaveita Suðurnesja tækifæri til þess að nýta sína raforkuframleiðslu og jafnframt þá auknu virkjunarmöguleika sem hún hefur til þess að nýta á sínu þjónustusvæði. Því að eins og hv. þingheimur sjálfsagt veit þarf hitaveitan að leita framleiðsluleyfis hjá hæstv. iðnrh. og ég treysti því að það sé hægt ganga að því vísu undir þessum kringumstæðum að hitaveitan fái að auka sína framleiðslu til þess að þjóna sínu veitusvæði.