Norræn karlaráðstefna í Stokkhólmi

Miðvikudaginn 13. desember 1995, kl. 14:57:49 (1875)

1995-12-13 14:57:49# 120. lþ. 63.2 fundur 209. mál: #A norræn karlaráðstefna í Stokkhólmi# fsp. (til munnl.) frá félmrh., BH
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur


[14:57]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Ég vil gera stutta athugasemd vegna orða hæstv. félmrh. um þá sem sitja í Jafnréttisráði, að það séu einungis konur. Ég vil vekja athygli á því að það eru að sjálfsögðu tilnefningaraðilar sem ráða því hvort þeir skipa karl eða konu. (Félmrh.: Það hefur farið þannig.) Já, það hefur farið þannig en reyndar veit ég að lengi vel sat Gylfi Arnbjörnsson t.d. fyrir Alþýðusamband Íslands í ráðinu þannig að það hafa setið í því karlar. En ég vildi bara vekja athygli á því að það eru tilnefningaraðilarnir sem stjórna þessu. Það væri hins vegar verðugt verkefni fyrir félmrn. eða ríkisstjórnina sem hluta af þeirra fjölskyldu- eða jafnréttispólitík, að reyna að hafa áhrif á það hvernig er tilnefnt og ég fagna því ef það er vilji fyrir því.