2. umr. fjárlaga og heilbrigðiskerfið

Fimmtudaginn 14. desember 1995, kl. 11:00:43 (1915)

1995-12-14 11:00:43# 120. lþ. 65.91 fundur 140#B 2. umr. fjárlaga og heilbrigðiskerfið# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur


[11:00]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill staðfesta það að mjög gott samstarf hefur verið um þingstörfin á þessu þingi, þakkar þingmönnum sérstaklega fyrir þeirra hlut og ekki síst stjórnarandstöðunni. En svo sem hér hefur komið fram þá eru þess dæmi að viðamiklir þættir fjárlagafrv. hafa beðið afgreiðslu fjárln. til 3. umr. Forseti er ekki að mæla með því vinnulagi en bendir hins vegar á fordæmin.

Það er ljóst að það er erfitt að verða við tilmælum þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar um að fresta þessari fjárlagaumræðu þannig að hún fari ekki fram í dag en til þess að ræða málið frekar biður forseti þingflokksformenn um að koma til fundar nú í forsetaherberginu. Fjárlagaumræðan frestast þar til þeim fundi er lokið en önnur dagskrármál verða tekin fyrir á meðan.