Þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga

Fimmtudaginn 14. desember 1995, kl. 11:06:12 (1916)

1995-12-14 11:06:12# 120. lþ. 65.4 fundur 247. mál: #A Þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga# (dánarbú, viðmiðunarfjárhæð) frv., Frsm. ÁE
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur


[11:06]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga sem er flutt af efh.- og viðskn. Málið er tiltölulega einfalt. Það er á þskj. 345. Það fjallar um að samræma innbyrðis álagningarreglur um dánarbú fyrsta ár eftir andlát og tengist því að viðmiðunarfjárhæð sérstaks eignarskatts verði fastsett og að tilvísun til skattvísitöluákvæða laga um tekju- og eignarskatt verði felld brott. Þetta er varðandi breyting á lögum um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga. Þar er sérstakur eignarskattur lagður á. Þarna hefur átt sér stað misræmi gagnvart dánarbúum sem láðist á sínum tíma að taka tillit til þannig að hin skattalega meðferð verði rétt gagnvart dánarbúum og það skipti ekki máli hvenær innan ársins þau séu gerð upp. Þess vegna er þetta frv. flutt. Það er flutt, herra forseti, af allri efh.- og viðskn.

Ég geri að tillögu minni að lokinni þessari umræðu að málinu verði vísað til 2. umr.