Fjárlög 1996

Fimmtudaginn 14. desember 1995, kl. 23:19:55 (1951)

1995-12-14 23:19:55# 120. lþ. 65.5 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur


[23:19]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 18. þm. Reykjav. beindi því til mín varðandi yfirlýsinguna sem ég las upp áðan eða tillögurnar sem fyrir fjárln. voru lagðar, hvort það ætti að fara að segja upp ríkisstarfsmönnum vegna biðlauna sem þar voru nefnd. Mér er ekki kunnugt um að neinar hópuppsagnir standi fyrir dyrum. Hins vegar er það títt að það er verið að hagræða í ýmsum fyrirtækjum og af því geta leitt uppsagnir. Það er t.d. verið að fækka í einni ríkisstofnun um nokkra starfsmenn sem ég get nefnt, hjá húsameistara ríkisins. Það kostar biðlaunagreiðslur. Sú hagræðing eða fækkun ríkisstarfsmanna sem þar á sér stað er eitt dæmi. Auðvitað geta verið einhver viðlíka dæmi. En það standa ekki fyrir dyrum neinar hópuppsagnir svo mér sé kunnugt um. Ég vildi að þetta kæmi fram í andsvari frá minni hálfu.