Fjárlög 1996

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 10:50:00 (1965)

1995-12-15 10:50:00# 120. lþ. 66.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[10:50]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. 18. þm. Reykv. fyrir ábendingar og ráð. Eins og allir vita er hún sprottin upp úr góðum jarðvegi og margt athyglivert sem hún hefur komið fram með hér. Hún talaði um að það væri enginn vandi að auka sjóði ríkisins. Mig langar til að spyrja hana hvernig við eigum að gera það. Við getum líka velt okkur upp úr einstaka málaflokkum eins og hún gerir, t.d. samgöngubótum og öðru slíku. Ég benti á í ræðu minni áðan að samgöngubæturnar eru undirstaða þess að við getum gert stjórnkerfisbreytingar hér á landi. Það er alveg ljóst. Við verðum að læra að um leið og við bætum samgöngur í landinu með jarðgöngum, ferjum, brúm o.s.frv., verðum við að vera tilbúin að breyta stjórnskipulaginu í takt við það.