Fjárlög 1996

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 13:56:17 (2000)

1995-12-15 13:56:17# 120. lþ. 66.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[13:56]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Suðurl. innti eftir áhrifum nýrrar þjóðhagsspár á tekjur. Ég hef að vísu ekki enn þá nákvæmar tölur í því efni því að ég hyggst halda fund í nefndinni kl. 4 og fá þá fjmrn. til viðræðu við okkur. Það var einn tekjupóstur sem Þjóðhagsstofnun hafði gert áætlun um en að öðru leyti vísaði hún uppreikningi á tekjuhliðinni til fjmrn. Þeir telja að tekjur vegna álvers séu á bilinu 600--800 millj. Þetta er endurreiknuð spá. Fyrri spá var á bilinu 500--1000 millj. þannig að þeir eru aðeins að þrengja rammann.

Að öðru leyti get ég ekki gefið nákvæmar upplýsingar um þetta að sinni.