Vatnalög

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 14:10:52 (2006)

1995-12-15 14:10:52# 120. lþ. 66.3 fundur 234. mál: #A vatnalög# (holræsagjald) frv., Frsm. KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[14:10]

Frsm. félmn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get ekki annað en mótmælt þessum málflutningi hv. þm. Við erum að tala um örlítið réttlætismál sem tengist fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Það gerðist á þessu ári að Reykjavíkurborg sá sig tilknúna til að hækka holræsagjald sem hafði ekki verið beitt til fullnustu í borginni um áratugi, eða kannski aldrei. Ástæðan fyrir því að gjaldið var hækkað var sú að Reykjavíkurborg var illa stödd fjárhagslega eftir óstjórn Sjálfstfl. um áratuga skeið. Við erum að tala um örlítið réttlætismál sem snýr að öldruðum og öryrkjum og það er skylda Alþingis að verða við slíku réttlætismáli. Auðvitað er sjálfsagt mál að skoða lögin nánar. En það liggur engin tillaga fyrir um það og hér er bara verið að fara í frv. efnislega. Nefndarmenn eru sammála um að gera þessa breytingu á lögunum. Aðrar breytingartillögur lágu ekki fyrir, en þær kunna að koma fram síðar.