Vatnalög

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 14:12:28 (2007)

1995-12-15 14:12:28# 120. lþ. 66.3 fundur 234. mál: #A vatnalög# (holræsagjald) frv., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[14:12]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. félmrh. fyrir að hafa tekið svo skjótt á þessu máli, þessu hagsmuna- og réttlætismáli fyrir lífeyrisþega í Reykjavík. Einnig þakka ég hv. félmn. fyrir að bregaðst svo skjótt við og afgreiða málið úr nefndinni. Þetta er mikið réttlætismál fyrir lífeyrisþega í Reykjavík. Hér býr helmingur allra lífeyrisþega á landinu og það er verið að veitast að lífeyrisþegum mjög þessa dagana, bæði í fjárlagafrv. og ráðstöfunum í ríkisrekstri. Ég tel því að hér sé mikið hagsmuna- og réttlætismál á ferðinni og þeir sem komið hafa að því eiga þakkir skildar. Og mig langar til að minna á það að fjórði hver maður sem sækir aðstoð til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar er lífeyrisþegi. Við skulum hafa það hugfast þegar við afgreiðum þetta mál.