Fjárlög 1996

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 15:14:45 (2015)

1995-12-15 15:14:45# 120. lþ. 66.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[15:14]

Svanfríður Jónasdóttir:

Virðulegi forseti. Nú fer í hönd atkvæðagreiðsla um 4. gr. þess fjárlagafrv. sem hér hefur verið til meðferðar. Breytingartillögur meiri hlutans nema 0,1% af fjárlagafrv. og eru mest lagfæringar og flestar til bóta. Svo er um ýmsar tillögur stjórnarandstöðunnar einnig að þær eru mjög til bóta.

Þingflokkur Þjóðvaka mun greiða atkvæði með þeim tillögum sem hann telur að séu til bóta á þessu frv. þó svo að við munum greiða atkvæði gegn frv. í heild, enda teljum við eins og fram hefur komið í umræðunni að það sé í grundvallaratriðum byggt á rangri stefnu.