Fjárlög 1996

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 16:03:38 (2016)

1995-12-15 16:03:38# 120. lþ. 66.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[16:03]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að vekja athygli á því að í þessari skiptingu sem greidd eru atkvæði um hafa orðið mikil umskipti á framkvæmdafé í mínu kjördæmi. Vestfjarðakjördæmi hlýtur samkvæmt þessari afgreiðslu næstlægsta úthlutun allra kjördæma á landinu og hefur það ekki gerst áður að Vestfirðingar hafi borið úr býtum í hafnarframkvæmdir aðeins rösk 12% af framkvæmdafé. Ég greiði að sjálfsögðu ekki atkvæði gegn þeim tillögum sem hér hafa verið fluttar, enda á ég hluta að skiptingu innan Vestfjarða, en ég vil vekja athygli á því að hér hafa orðið algjör umskipti frá því sem áður hefur verið. Ég vil mótmæla því og tek því ekki þátt í þessari atkvæðagreiðslu.