Fjárlög 1996

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 16:06:39 (2019)

1995-12-15 16:06:39# 120. lþ. 66.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[16:06]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég ætla aðeins að koma því á framfæri að ég held að menn séu ekki að vinna alveg eftir þingsköpum, að hlaupa hér einn af öðrum til að gera grein fyrir atkvæði. Ég hélt að það væri mál sem forseti tæki afstöðu til í byrjun atkvæðagreiðslu, hverjir hefðu rétt til þess. (Gripið fram í: Rétt.)