Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Laugardaginn 16. desember 1995, kl. 11:57:21 (2053)

1995-12-16 11:57:21# 120. lþ. 68.1 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., Frsm. minni hluta SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur


[11:57]

Frsm. minni hluta iðnn. (Svavar Gestsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ekkert við það að athuga sem hv. þm. sagði. Það er rétt að það hefur orðið mikil breyting í fyrirtækinu á undanförnum árum. Aðalvandinn hefur þó ekki verið sá sem hér hefur til þessa verið rakinn heldur hafa verið gífurlegir erfiðleikar fyrirtækisins í samskiptum við verkafólk og verkalýðshreyfinguna almennt í landinu. Og ég held að við verðum að viðurkenna það að tilraunir eigenda fyrirtækisins til að knýja fram breytingar á vinnulöggjöfinni á Íslandi í tengslum við samningaviðræður sl. vor voru ekki smekklegar. En það er rétt hjá hv. þm. Stefáni Guðmundssyni að aðaltrúnaðarmaðurinn í Straumsvík telur að menn hafi rekið þennan fjanda af höndum sér a.m.k. í bili og það er út af fyrir sig fagnaðarefni.