Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Laugardaginn 16. desember 1995, kl. 16:30:33 (2068)

1995-12-16 16:30:33# 120. lþ. 68.1 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur


[16:30]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt að fram komi að fyrir utan þann fund 4. des. sem haldinn var um málið í umhvn. að fenginni beiðni hv. iðnn. um umsögn um málið var að frumkvæði forustu nefndarinnar málið ekki tekið sérstaklega fyrir. Þann 19. júlí fengu nefndarmenn tækifæri til þess að fenginni kvaðningu frá hæstv. ráðherrum umhverfismála og iðnaðarmála að hlýða á boðskap þeirra og sérfræðinga þeirra og embættismanna sem þar voru viðstaddir. Síðan var haldinn fundur að minni ósk í nefndinni 31. ágúst sem leiddi til þess að allmargir voru kallaðir til viðræðu við nefndina 15. sept. Þetta var umfjöllun nefndarinnar um málið og af því geta menn markað þann áhuga sem ríkti í þessum efnum af máli sem lá svo mikið á að koma frá nefndinni lítt athugað 4. des. sl.