Bifreiðakaupalán til öryrkja

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 15:15:50 (2098)

1995-12-18 15:15:50# 120. lþ. 69.91 fundur 145#B bifreiðakaupalán til öryrkja# (aths. um störf þingsins), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[15:15]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég þakka góðar ábendingar frá Sighvati Björgvinssyni, fyrrv. heilbr.- og trmrh. En ég vil minna hann á að það var Ríkisendurskoðun sem benti á í hans tíð að það vantaði þessa lagastoð. Síðan eru liðin þrjú ár. Og nú allt í einu er ekki hægt að halda áfram þessari hefð í einhverja mánuði vegna þess að nú skortir lagastoð. Ég benti á að hana skorti. En við höfum langa hefð. Við höfum ekki náð samkomulagi varðandi lagastoðina og því eru menn að gera veður út af þessu á þessu augnabliki. Hv. þm. Sighvatur Björgvinsson tók þetta aldrei upp í ríkisstjórninni, aldrei. Nú kemur hann með leiðbeiningar sem eru að sjálfsögðu ágætlega þegnar. En ég segi enn og aftur, ætla menn að tefja þingið út af þessu?