Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 15:35:21 (2107)

1995-12-18 15:35:21# 120. lþ. 69.1 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., MF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[15:35]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Meginatriði álmálsins sem hér er lagt fyrir eru orkusölusamningur og samningur um skattamál. Ég er sátt við þessa þætti málsins. Jafnframt eru umhverfismálin hluti málsins þó að þau séu ekki lögð formlega fyrir Alþingi. Enn fremur er ljóst að stækkun álversins getur með öðrum framkvæmdum á sama svæði haft áhrif á efnahags- og atvinnulíf í landinu þannig að enn meira halli á landsbyggðina en verið hefur. Fari svo að fleiri stóriðjuver verði reist er einnig æskilegt í tengslum við stækkun álversins að undirbúin verði stefnumörkun í orkumálum til lengri tíma.

Fulltrúi Alþb. í iðnn. hefur við 2. umr. málsins flutt þrjár brtt. við frv. sem er á dagskrá, brtt. sem snerta hið almenna og efnislega umhverfi málsins. Afstaða Alþingis til þeirra tillagna liggur ekki fyrir fyrr en að lokinni þessari atkvæðagreiðslu. Þess vegna mun ég ekki gera grein fyrir endanlegri afstöðu minni til málsins og greiði ekki atkvæði.