Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 15:47:19 (2111)

1995-12-18 15:47:19# 120. lþ. 69.2 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[15:47]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér koma til atkvæða allmargar af tölum við 30. gr. laganna og sama mátti segja um breytingar á talnagildum í 2. gr. og í öðrum þeim greinum sem fela í sér einfaldar verðuppfærslur eða breytingar á talnagildum almennra fjárhæða í frv. Við munum sitja hjá við atkvæðagreiðslur um þessi talnagildi þó að þar sé í mörgum tilvikum um upphækkun að ræða, með vísan til þess samhengis sem þetta stendur í, í frv. hæstv. ríkisstjórnar. Síðan er lagt til að brott falli almenn verðlagsuppfærsluákvæði laga um tekju- og eignarskatt, í 121. gr., og það er hluti af stefnu hæstv. ríkisstjórnar, sem svo er kölluð, að afnema hvers kyns sjálfvirkni eða tengingar.

Við erum andvíg þeirri breytingu og munum greiða atkvæði gegn því að hún verði gerð og sú grein falli út úr tekjuskattslögunum, en sitjum þar af leiðandi hjá við atkvæðagreiðslu um einstakar upphæðir talnagilda.