Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 16:02:27 (2116)

1995-12-18 16:02:27# 120. lþ. 69.2 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[16:02]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Verði þessi tillaga meiri hluta efh.- og viðskn. samþykkt þá er verið að breyta tillögunni sem kom fram í upphaflegu frv. um að sérstakur 15% afsláttur til lífeyrisþega vegna tvígreidds skatts lífeyris falli niður í þrepum. Hér er gert ráð fyrir því að hann falli niður í einu lagi.

Í þessu felst veruleg kjaraskerðing lífeyrisþega og ekki nóg með það heldur er í frv. sem við höfum til meðferðar á hinu háa Alþingi um þrefalda árás á kjör ellilífeyrisþega að ræða. Í fyrsta lagi er verið að afnema tengingu við launavísitölu og breytingar á launum. Í öðru lagi fara fjármagnstekjur að skerða lífeyrisbætur ellilífeyrisþega, sem eini hópurinn í samfélaginu sem sætir því, og í þriðja lagi er verið að fella niður þennan afslátt. Ég hef getað tekið undir að þrepa hann niður en þetta er of langt gengið. Ég segi nei.