Afnám laga nr. 96/1936

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 17:22:02 (2141)

1995-12-18 17:22:02# 120. lþ. 70.2 fundur 206. mál: #A afnám laga nr. 96/1936# frv., KÁ
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur


[17:22]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég get ekki stillt mig um að taka aðeins til máls vegna þessarar tillögu. Í fyrsta lagi vegna þess að það má merkilegt heita að skattfríðindi þessara tveggja fyrirtækja skuli hafa verið við lýði svo gríðarlega lengi en í öðru lagi vegna þess að lögin sem verið er að afnema eru mjög söguleg.

Lögin voru sett árið 1936 af stjórn hinna vinnandi stétta og höfðu m.a. þann tilgang að tryggja mjólkursölu í Reykjavík og að lækka verð á mjólk. Þetta voru álitin einokunarlög og gegn þeim var gríðarleg andstaða á sínum tíma þannig að þetta er sögulegt augnablik sem nú á sér stað en líka eitthvað sem heyrir fortíðinni til og þess vegna erum við að sjálfsögðu öll sammála um að afnema þessi lög.