Þingstörf fram að jólahléi

Þriðjudaginn 19. desember 1995, kl. 14:36:59 (2149)

1995-12-19 14:36:59# 120. lþ. 72.91 fundur 150#B þingstörf fram að jólahléi# (aths. um störf þingsins), VE
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur


[14:36]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Ég vil bara leiðrétta þann misskilning ef einhver hefur staðið í þeirri meiningu að ekki væri samstaða hjá meiri hlutanum í efh.- og viðskn. um afgreiðslu bandormsins. Þar standa allir saman. Eins vil ég geta þess að meiri hlutinn hyggst flytja frv. með þremur efnisatriðum sem hafa verið nefndarmönnum í efh.- og viðskn. vel kunn.

Við afgreiddum í gærkvöldi lánsfjáráætlun, frv. til lánsfjárlaga, og eins lukum við vinnunni við bandorminn, að undanteknum þremur til fjórum atriðum frá heilbr.- og trn. sem við kláruðum í morgun. Hins vegar stóð ég í þeirri meiningu eftir fund efh.- og viðskn. í morgun að fulltrúar minni hlutans í nefndinni þyrftu tíma til að ljúka nál. og þyrftu að leggja mikið á sig til í þeirri vinnu þannig að ekki væri hægt að ræða málið fyrr en nokkuð væri liðið á daginn. Ég sé núna og það kemur á óvart að þeir hafa allt í einu hafa tíma til að þrasa um mál utan dagskrár um stjórn þingsins. (KÁ: Þeim ber skylda til að sitja þingfundi.) (ÖS: Þú hefur kannski ekki gert þér grein fyrir því.)