Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Þriðjudaginn 19. desember 1995, kl. 16:35:11 (2164)

1995-12-19 16:35:11# 120. lþ. 72.2 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur


[16:35]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Andsvörum er lokið. Vegna orða hv. 4. þm. Austurl. um að forseti hafi barið í bjöllu vegna efnisatriða í svari hv. þm. þá vill forseti taka fram að það er rangt. Forseti stjórnar fundi samkvæmt lögum og í 56. gr. þingskapa segir: ,,Andsvari má einungis beina að máli ræðumanns en ekki öðru andsvari. Hvert andsvar má ekki taka lengri tíma en tvær mínútur og skal ræðumanni heimilt að svara því á tveimur mínútum.``