Þingstörf fram að jólahléi

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 10:26:46 (2194)

1995-12-20 10:26:46# 120. lþ. 73.91 fundur 151#B þingstörf fram að jólahléi# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[10:26]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Sá tími sem þessari umræðu er ætlaður er úti og umræðunni þar með lokið um störf þingsins. Forseti lýsir vonbrigðum með að ekki hefur náðst samkomulag um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Það þýðir víst samkvæmt venju að lengri tími fer í hvert mál og við það verður þá að búa þar til afgreiðslu hinna nauðsynlegustu mála lýkur eða samkomulag næst sem forseti vill ekki útiloka að náist. Við hljótum að ræða stöðu mála, þingflokksformenn og forseti, síðar í dag.

Um fundahaldið vill forseti annars segja það að hann hyggst hafa atkvæðagreiðslur um fyrstu tvö málin og önnur sem kunna að verða afgreidd kl. 1.30 í dag. Æskilegast er að geta tekið til við þriðja dagskrármálið, Ráðstafanir í ríkisfjármálum, og raunar ellefta dagskrármálið, Lánsfjárlög, sem fyrst, en ef forseti veit rétt eru þingskjöl ekki komin fram enn þá um þriðja málið. Á meðan við bíðum eftir þeim tökum við fyrir önnur mál sem eru vonandi ekki deilumál í þinginu.