Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 13:12:32 (2205)

1995-12-20 13:12:32# 120. lþ. 73.1 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[13:12]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Í þessu frv. er skattvísitala afnumin og skattafsláttur ellilífeyrisþega, svo tvö gagnrýnisverð ákvæði séu nefnd sem stjórnarandstaðan hefur lagst gegn á fyrri stigum málsins. Hins vegar eru í frv. ákvæði um framlengingu hátekjuskatts, ákvæði til bóta varðandi barnabótaauka og afnám skatta á lífeyrisgreiðslur. Í ljósi þessa sé ég ekki ástæðu til annars en að sitja hjá við lokaafgreiðslu málsins.