Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 13:14:31 (2207)

1995-12-20 13:14:31# 120. lþ. 73.1 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., fjmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur

[13:15]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson):

Virðulegi forseti. Með samþykkt þessa frv. er verið að gera eitt af tekjulagafrumvörpum stjórnarmeirihlutans að lögum og við það tækifæri er hægt að ná ágætis yfirliti yfir þær skattbreytingar sem hafa orðið hér á landi á yfirstandandi ári og verða á því næsta. Þar á meðal má benda á að nú má á næsta ári draga lífeyrisgreiðslur frá skatti upp að 4%. Barnabótaauki verður hækkaður um 500 millj. Þegar saman eru dregnar allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattalögum á þessu ári og því næsta, kemur í ljós að skattar eru að lækka um um það bil 470 millj. og skatthlutfallið, þ.e. hlutfall skatttekna af landsframleiðslu, verður 23,2%. Það er lægsta skatthlutfall sem hefur þekkst hér á landi síðan 1987. Ég segi já. (SvG: Þetta er örugglega rangt.)