Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 13:45:21 (2215)

1995-12-20 13:45:21# 120. lþ. 73.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[13:45]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstvirti forseti. Ég verð að viðurkenna að í viðleitni minni til þess að tefja ekki fyrir þingstörfum fjallaði ég ekki um 18. gr. sem ég hefði kannski átt að gera hér. Um það hefur verið rætt í efh.- og viðskn. að þetta mál sé enn þá til umfjöllunar og muni koma til álita milli 2. og 3. umr. málsins. Nefndinni var fullkunnugt um afstöðu allshn. til málsins og einnig þann áhuga sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson hefur sýnt þessu máli. Við höfum rætt þetta mál hér á göngum utan ræðustóls og þar hef ég tjáð honum að þessu máli væri ekki lokið og ég vil biðja hv. þm. að sýna efh.- og viðskn. smábiðlund að þessu leyti eða a.m.k. spara sér skammirnar þar til ljóst er hvernig málinu lyktir.