Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 13:49:30 (2217)

1995-12-20 13:49:30# 120. lþ. 73.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[13:49]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að gera lítið úr áhuga hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar á þessu máli né heldur að gera lítið úr málinu sem slíku. Ég hygg að allir nefndarmenn í efh.- og viðskn. hafi áhuga á því að leita leiða til þess að fá hér viðunandi lausn. En ég hélt að hv. þm. Össur Skarphéðinsson væri nú reyndari í þessum sölum en svo að hann vissi ekki að þegar menn eru að semja þá gefa menn auðvitað ekki allt eftir fyrir fram. Og hv. þm. þekkir vel til laxveiða. Maður má nú aðeins þreyta laxinn áður en maður landar honum.