Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 23:03:31 (2240)

1995-12-20 23:03:31# 120. lþ. 73.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., KÁ
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[23:03]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég er ánægð með að heyra jákvæð viðbrögð hæstv. menntmrh. gagnvart þessum málefnum og vona ég að hann standi við þau orð sem hann lét hér falla áðan. Hann kom reyndar ekki inn á það sem ég spurði um áðan sem er framkoma ríkisvaldsins og þar með hans ráðuneytis gagnvart sveitarfélögunum. Það felst í þessari lagabreytingu um Þjóðminjasafnið að það er verið að leggja ákveðnar skyldur á sveitarfélögin, skyldur sem ríkið hafði tekið að sér að standa að til jafns við sveitarfélögin. En núna ætlar ríkisvaldið að haga sér nákvæmlega eins og því sýnist. Og það gildir um fleiri málaflokka. Finnst hæstv. menntmrh. að þetta sé viðeigandi framkoma við sveitarfélögin þegar jafnframt er verið að flytja til þeirra grunnskólann og reyndar verið að rýra tekjustofna þeirra með ýmsum hætti, alla vega sumra þeirra? Finnst hæstv. menntmrh. að hér sé rétt að málum staðið?