Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 23:04:49 (2241)

1995-12-20 23:04:49# 120. lþ. 73.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[23:04]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að í frv. sé ekki vegið neitt að sveitarfélögunum. Þarna er haldið óbreyttu ákvæði varðandi sveitarfélögin en tekið mið af þeim raunveruleika sem menn hafa staðið frammi fyrir varðandi húsafriðunarsjóð og þessa sjóði að því er ríkið varðar. Það hafa verið ákvæði í lögum um langt árabil þar sem ríkið breytir ákvæðum laga að því er það sjálft varðar og í þessu er verið að stíga það skref eins og við sjáum. En ég tel að í því felist engin aðför að sveitarfélögunum. Ef sveitarfélögin vilja að þetta breytist, þá hljóta að koma fram tillögur um það og það verður þá tekið til athugunar. En ég tel að í þessu frv. felist engin aðför að sveitarfélögunum með því að hafa þetta eins og þetta er og hefur verið. Sveitarfélögin hafa innt þessar skyldur af hendi og greitt þetta fé eins og við vitum og sveitarfélögin hafa mikla hagsmuni af því að sjálfsögðu að vel sé staðið að húsafriðun og það er sameiginlegt markmið okkar.