Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 23:05:55 (2242)

1995-12-20 23:05:55# 120. lþ. 73.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[23:05]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er nefnilega mergurinn málsins. Sveitarfélögin hafa staðið við sitt en ríkið stendur ekki við sitt. Ég held að sveitarstjórnarmönnum sé það mjög vel ljóst hvað húsafriðun er mikils virði og hvað hún er atvinnuskapandi og gott mál. En það er fyrst og fremst framkoma ríkisins, þessar einhliða breytingar sem ríkisvaldið er stöðugt að gera gagnvart sveitarfélögunum sem eru bara algjörlega ólíðandi og því miður virðast sveitarfélögin koma litlum vörnum við. Hér erum við að ræða nokkur slík dæmi og við höfum upplifað önnur og stærri á undanförnum árum en ég held að samskipti ríkis og sveitarfélaga geti ekki haldið áfram með þessum hætti.