Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 10:24:06 (2278)

1995-12-21 10:24:06# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[10:24]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um till. sem felur í sér skerðingu á framlögum til einnar helstu vaxtargreinar í íslensku samfélagi. Þá er verið að tala um kvikmyndagerð. Við erum þar að tala um atvinnugrein sem að vísu nýtur innlendra styrkja ...

(Forseti (ÓE): Nei, það er með 1. gr. frv. Það er ...)

(Gripið fram í: Hann er líka með listskreytinguna.)

Það er verið að tala hér um fjóra sjóði. Það er Listskreytingasjóður, Kvikmyndasjóður og húsafriðunarsjóður, ég geri mér grein fyrir því. Ég vil ljúka máli mínu með því að segja að því er varðar þá 2. gr. frv. að hún lýsir afstöðu stjórnvalda á þann veg að þeir hafi lítið vit á viðskiptum. Ég tek þetta þá út fyrir fram með því að gera grein fyrir atkvæði mínu við allar þrjár atkvæðagreiðslurnar og segi nei.