Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 10:50:34 (2287)

1995-12-21 10:50:34# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[10:50]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að skerða framlög í Framkvæmdasjóð fatlaðra um 133 millj. kr. Um það hefur verið sátt hér í þingsölum milli allra stjórnmálaflokka þrátt fyrir efnahagsþrengingar á undanförnum árum að skerða ekki framlög í þennan mikilvæga sjóð. Nú ber svo við að þrátt fyrir að við séum að sigla út úr þessari efnahagskreppu að mati ríkisstjórnarinnar ætlar hún að skerða framlög í þennan sjóð um 133 millj. kr. Þetta sýnir vel hug ríkisstjórnarinnar til málefna fatlaðra sem eiga svo mikið undir því komið að þingmenn hafi skilning á því að skerða ekki framlögin í þennan sjóð. Ég segi nei.