Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:00:31 (2294)

1995-12-21 11:00:31# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:00]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Virðulegi forseti. Hér er gerð tillaga af hálfu minni hlutans um að Alþingi felli tillögur meiri hlutans sem fela í sér að byrjað verði á að setja fjármagnstekjuskatt á lífeyrisþega áður en sett eru lög um fjármagnstekjuskatt. Landssamband fatlaðra hefur fært sannfærandi rök fyrir því að hér geti verið um stjórnarskrárbrot að ræða og hefur í bréfi til Alþingis upplýst að fatlaðir muni leita álits umboðsmanns Alþingis á því hvort svo sé, verði tillaga meiri hlutans samþykkt. Verði hún felld og vilji meiri hlutans nær fram að ganga við þessa atkvæðagreiðslu mun ég, ásamt fleiri þingmönnum, fresta því til 3. umr. málsins að flytja brtt. þess efnis að tillagan komi ekki til framkvæmda fyrr en sett hafa verið lög um fjármagnstekjuskatt.