Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:09:09 (2297)

1995-12-21 11:09:09# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:09]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Með 35. gr. bandormsins er lögð til grundvallarbreytingu á velferðarþjónustu í íslensku samfélagi. Lagt er til að rofin verði tengsl milli ákvörðunar lífeyrisbóta og annarra bóta og launa sem gilt hafa lengi. Þau hafa hingað til verið miðuð við tiltekna umsamda launavísitölu, þ.e. allmarga launataxta, samkvæmt þeirri hugsun að afkoma lífeyrisþega væri í samræmi við launaþróun í landinu. Eins og með atvinnuleysisbætur var það tillaga ríkisstjórnarinnar að rjúfa þessi tengsl og gera þannig, í bandormi rétt fyrir jól, grundvallarbreytingu á hefðbundnum réttindum þessa fólks, annars vegar atvinnuleysingjum og hins vegar lífeyrisþegum. Við leggjum þess vegna til að greinin verði felld, fyrir utan að við andmælum harðlega því lagafúski að koma með þvílíkar grundvallarbreytingar í réttindalöggjöfinni í lögum af þessu tagi. Við leggjum til að greinin verði felld og ég segi nei.