Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:11:44 (2299)

1995-12-21 11:11:44# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:11]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Meginafstaða minni hlutans til þessa máls kom fram í brtt., sem kom til atkvæða áðan, um að fella út þetta ákvæði úr lögunum. Það hefur hefur hins vegar gerst, eins og sést á brtt. á þskj. 455, 5. tölul., að meiri hlutinn hefur komið verulega til móts við gagnrýni okkar í þessu sambandi og er því flutt brtt. um að annars vegar færist þetta ákvæði frv. yfir í ákvæði til bráðabirgða, tímabundið ákvæði sem einungis gildi á árunum 1996 og 1997. Áfram standi í löggjöf þau ákvæði sem verið hafa og tengt hafa upphæðir þessara bóta við launaþróun. Enn fremur kemur í b-lið brtt. sambærilegt ákvæði og sett var inn í 28. gr., um ákvörðun upphæða atvinnuleysisbóta. Þ.e. að við afgreiðslu fjárlaga hverju sinni skuli hafa til hliðsjónar varðandi ákvörðun um upphæð bótanna þróun launa, verðlags og efnahagsmála. Við teljum þessar breytingar hvorar tveggja verulega til bóta. Enn fremur má benda á að upphæðir bótanna á árinu 1996 verða þegar ákvarðaðar með fjárlögum nú, þannig að þetta ákvæði hefur fyrst og fremst gildi í eitt ár, þ.e. á árinu 1997.