Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:32:53 (2307)

1995-12-21 11:32:53# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:32]

Hjörleifur Guttormsson:

Hæstv. forseti. Með þeim breytingum sem hér er verið að lögfesta á skipulagslögum, og raunar einnig á lögum um breytingu á lögum um veiðar og vernd villtra dýra, er verið að leggja auknar álögur á sveitarfélögin og taka upp löggjafaratriði um skipti ríkis og sveitarfélaga, án nokkurs faglegs undirbúnings. Þessi breyting setur í uppnám samskipti sveitarfélaganna við Skipulag ríkisins, að því er skipulagslöggjöfina snertir, og ég undrast mjög að hæstv. umhvrh. skuli láta þetta yfir sig ganga í ljósi þess að nýkomið er fram frv. til breytinga á skipulagslögunum í heild og hin lögin sem verið er að breyta eru nýlega samþykkt á Alþingi. Engin fagleg skoðun hefur farið fram á áhrifum þessara breytinga. Ég segi nei.