Umferðarlög

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 12:59:38 (2318)

1995-12-21 12:59:38# 120. lþ. 75.6 fundur 259. mál: #A umferðarlög# (breyting ýmissa laga) frv., VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur


[12:59]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að það sé óþarfi að fresta umræðunni um málið. Það er rétt hjá hv. þm. að nefndin hefur greinilega unnið vel. Það getur ekki verið annað en að innihaldið sé eitthvað sérstaklega fínt þegar svo falleg kápa er utan á skýrslunni. En málið er einfaldlega það að ef eitthvað verður gert í framhaldi af samþykkt þingsályktunartillögu um þetta mál kemur það væntanlega til umfjöllunar við gerð næstu fjárlaga. Hv. þm. veit það eins vel og aðrir þingmenn að það er ekki hægt að samþykkja og ekki venjan að samþykkja fjárlög tvö eða þrjú ár fram í tímann þótt það myndi kannski bæta vinnubrögð að við hefðum svo mörg ár undir. Ég held að það sé alveg ástæðulaust fyrir hv. þm. að vera með áhyggjur út af fjárlagafrv. og fjárlögum fyrir 1997.