Afbrigði um dagskrármál

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 13:38:10 (2330)

1995-12-21 13:38:10# 120. lþ. 76.98 fundur 161#B brtt.# (afbrigði við dagskrá), JBH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[13:38]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs út af brtt. á þskj. 478 við bandorm sem flutt er af formanni efh.- og viðskn., Vilhjálmi Egilssyni. Brtt. er við 47. gr. Ég vil vekja athygli á því að efh.- og viðskn. hefur lokið umfjöllun um þetta mál og þessi brtt. sem væntanlega er fram komin að undirlagi hæstv. heilbrrh. hefur ekki fengið neina umfjöllun í efh.- og viðskn. Minni hlutanum hefur þar með ekki gefist kostur á að fjalla um málið. Ég andmæli þessum vinnubrögðum og óska eindregið eftir því að ekki verði veitt afbrigði til þess að taka þessa tillögu á dagskrá. Og ég beini því formanns efh.- og viðskn. að boðað verði til fundar í nefndinni til þess að fjalla um málið vegna þess að það var fullkomin samstaða um afgreiðsluna á 47. gr. með þeim skýringum sem þar var að finna.