Afbrigði um dagskrármál

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 13:39:21 (2331)

1995-12-21 13:39:21# 120. lþ. 76.98 fundur 161#B brtt.# (afbrigði við dagskrá), VE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[13:39]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Mér finnst að hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson hafi kannski staðið of hvatlega upp út af þessari brtt. Þetta er tillaga sem kemur fram í ljósi þess að menn fóru að prófarkalesa lagatextann. Það hafði verið ætlan nefndarinnar að sjálfsögðu að hin nýja skipan sem þar er verið að samþykkja tæki gildi frá og með gildistöku laganna. Einhverjir voru samt að velta þessu fyrir sér þannig að brtt. er flutt með það að markmiði að það sé enginn sem getur neitt velkst í vafa um það hvað hafi vakað fyrir flutningsmönnum málsins.