Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 15:19:09 (2357)

1995-12-21 15:19:09# 120. lþ. 76.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[15:19]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta kemur skýrt fram hjá ráðherranum núna og ég þakka fyrir upplýsingarnar sem eru mikilvægar inn í umræðuna. En ráðherrann fæst ekki til þess að svara því hvort hún vilji styðja brtt. okkar fjórmenninganna og því spyr ég ráðherrann að því aftur: Ef ráðherrann fellst ekki á að styðja þessa brtt. og hún nær ekki fram að ganga og lögin verða afgreidd eins og stefnir í mun ráðherrann beita sér fyrir því ef almennur fjármagnstekjuskattur verður ekki kominn á 1. sept. að lagagreininni varðandi lífeyrisþegana verði kippt úr sambandi og þá frestað þar til almennur fjármagnstekjuskattur er kominn á?