Lánsfjárlög 1996

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 16:17:35 (2372)

1995-12-21 16:17:35# 120. lþ. 76.4 fundur 43. mál: #A lánsfjárlög 1996# frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[16:17]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson hefur glöggt vit á samgöngumálum sem hefur endurspeglast í miðlun þekkingar til nefndarmanna í efh.- og viðskn. Hann sagði áðan að mikil sinnaskipti hafi orðið og ekki ætlum við að álasa mönnum fyrir að breyta um skoðun þegar ný rök koma fram í málinu.

Það er ekki hægt að ræða málið efnislega í andsvörum en það verður gert betur síðar. Ég spyr hv. þm., sem er meðflm., af hverju gerð er tillaga um að veita ríkisábyrgð á þúsund millj. Hefði lægri upphæð dugað? Hefðu 300 millj. dugað til að leysa þennan vanda sem hér er verið að ræða um? Ég spyr hv. þm. í öðru lagi hvort honum finnist eðlileg vinnubrögð að fyrirtæki sem lagði upp með það allan tímann að það yrði án bæjar- og ríkisábyrgðar komi síðan núna á jóladögum til þings með beiðni um ríkisábyrgð þegar þessi einkaaðili vill greiða betur úr fjármálum sínum. Finnst honum að slíkt eigi almennt að gilda um fyrirtæki í landinu?