Lánsfjárlög 1996

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 17:31:05 (2390)

1995-12-21 17:31:05# 120. lþ. 76.4 fundur 43. mál: #A lánsfjárlög 1996# frv., GE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[17:31]

Gísli S. Einarsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Vegna þeirra orða sem féllu um heildstæða samstöðu stjórnarandstöðunnar gegn þessu máli er það rangt. Ég hefði gjarnan viljað að menn færu að tilmælum hv. þm. Jóns Baldvins Hanninbalssonar um að menn ræddu betur saman en að því frágengnu ef við því verður ekki orðið sé ég mig knúinn til þess að styðja þetta mál. Ég mun styðja þetta mál. Mér þykir það hins vegar hart og mælist eindregið til þess að farið verði að orðum forseta í málinu og að formaður nefndar og þeir nefndarmenn sem hér hafa verið að ræða málið tali saman og kanni hvort einhver lausn er á því. Hér kom hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson með þá skoðun um að 300 millj. kr. ábyrgð væri nægjanleg. Það sýnir annan flöt á málinu. En komi málið fyrir óbreytt, herra forseti, mun ég styðja þá tillögu sem fyrir liggur.